Umfjöllun: ÍBV - Haukar 30-24 | Ester mögnuð og ÍBV tók forystu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. apríl 2015 00:01 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira