Eiríkur Jónsson um „flottustu feministabrjóstin“: „Þetta var bara fyndið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:31 Ritstjóri Séð og heyrt segist fullviss um að María Ljilja Þrastardóttir, Margrét Erla Maack og Hildur Lilliendahl muni hlæja að umfjölluninni að lokum og sér ekki tilefni til að biðja þær afsökunar. Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14