Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 38. sæti á nýjum heimslista FIFA, en liðið fellur um þrjú sæti frá síðasta lista.
Ísland vann Kasakstan, 3-0, og gerði jafntefli við Eistland, 1-1, frá því síðasti listi var gefinn út en þau úrslit gáfu ekki mikið.
Strákarnir okkar falla um eitt sæti á Evrópulistanum og eru nú í 23. sæti af 54 Evrópuþjóðum.
Við erum áfram í öðru sæti þegar litið er yfir Norðurlöndin. Danir eru í 28. sæti en Svíar í 39. sæti, Norðmenn í 70. sæti, Finnar 78. sæti og Færeyjar í 102. sæti.
Nái Ísland hagstæðum úrslitum gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum í júní í undankeppni EM 2016 gæti liðið verið í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM 2016.
Þýskaland er efst á heimslistanum og Argentína í öðru sæti en Belgar eru komnir í þriðja sætið.
