Jay Z ætlar að steypa Spotify af stóli Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 10:15 Frá blaðamannafundinum í gær þar sem Tidal-streymisveitan var kynnt. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Jay Z ætlar að taka yfir tónlistarveitubransann með tónlistarveitunni Tidal sem er sögð fyrsti alvöru keppinautur Spotify. Á meðal þeirra sem styðja þetta framtak Jay Z opinberlega eru engir aukvisar. Má nefna tónlistarfólk á borð við Kanye West, Rihönnu, Madonnu, Aliciu Keys, Beyoncé og Jack White ásamt hljómsveitunum Coldplay og Daft Punk sem mættu til blaðamannafundar í gær þar sem veitan var kynnt. Tidal var stofnuð af norska fyrirtækinu Aspiro í október árið 2014 en Jay Z keypti veituna á 56 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 7,6 milljörðum íslenskra króna. Tidal mun ekki aðeins veita Spotify harða samkeppni heldur einnig fyrirhuguðum veitum Apple og YouTube. Er það markmið Jay Z að á Tidal finni notendur tónlist þekktustu listamanna dagsins í dag, þar á meðal hljóðversupptökur og prufur sem hafa áður ekki verið fáanlegar, og þá mun Tidal bjóða tónlistarmönnum upp á nýjar leiðir til að ná til aðdáenda sinna. Mun það verða krafa Tidal að ef tónlistarmenn, sem eru með samning við veituna, gefa út nýja tónlist, þá muni notendur Tidal hafa aðgang að henni viku áður en hún fer í almenna spilun. Undanfarið hafa stóru útgáfu fyrirtækinu þrýst á Spotify og farið fram á að það hækki hlutfall þeirra notenda sem greiða fyrir veituna en í dag er 15 milljónir notenda áskrifendur að Spotify en 45 milljónir notenda greiða ekki fyrir veituna. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift tók nýverið tónlist sína af Spotify en verk hennar eru að finna á Tidal sem býður ekki upp á þann möguleika að notendur hlusti án þess að greiða fyrir þjónustuna. Talið er að Jay Z vilji með Tidal stofna vettvang sem er ekki ósvipaður kvikmyndaverinu United Artists sem leikarar og leikstjórar stofnuðu árið 1919 til að hafa stjórn á eigin verkum. Þá er rapparinn sagður vonast til að semja við stærstu tónlistarmenn dagsins í dag þegar útgáfusamningar þeirra renna út og þá verður Tidal ekki aðeins í samkeppni við Apple og Spotify, heldur einnig í beinni samkeppni við útgáfurisa á borð við Universal, Sony og Warner.Posted by Daft Punk on Monday, March 30, 2015 Tónlist Tækni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski rapparinn Jay Z ætlar að taka yfir tónlistarveitubransann með tónlistarveitunni Tidal sem er sögð fyrsti alvöru keppinautur Spotify. Á meðal þeirra sem styðja þetta framtak Jay Z opinberlega eru engir aukvisar. Má nefna tónlistarfólk á borð við Kanye West, Rihönnu, Madonnu, Aliciu Keys, Beyoncé og Jack White ásamt hljómsveitunum Coldplay og Daft Punk sem mættu til blaðamannafundar í gær þar sem veitan var kynnt. Tidal var stofnuð af norska fyrirtækinu Aspiro í október árið 2014 en Jay Z keypti veituna á 56 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 7,6 milljörðum íslenskra króna. Tidal mun ekki aðeins veita Spotify harða samkeppni heldur einnig fyrirhuguðum veitum Apple og YouTube. Er það markmið Jay Z að á Tidal finni notendur tónlist þekktustu listamanna dagsins í dag, þar á meðal hljóðversupptökur og prufur sem hafa áður ekki verið fáanlegar, og þá mun Tidal bjóða tónlistarmönnum upp á nýjar leiðir til að ná til aðdáenda sinna. Mun það verða krafa Tidal að ef tónlistarmenn, sem eru með samning við veituna, gefa út nýja tónlist, þá muni notendur Tidal hafa aðgang að henni viku áður en hún fer í almenna spilun. Undanfarið hafa stóru útgáfu fyrirtækinu þrýst á Spotify og farið fram á að það hækki hlutfall þeirra notenda sem greiða fyrir veituna en í dag er 15 milljónir notenda áskrifendur að Spotify en 45 milljónir notenda greiða ekki fyrir veituna. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift tók nýverið tónlist sína af Spotify en verk hennar eru að finna á Tidal sem býður ekki upp á þann möguleika að notendur hlusti án þess að greiða fyrir þjónustuna. Talið er að Jay Z vilji með Tidal stofna vettvang sem er ekki ósvipaður kvikmyndaverinu United Artists sem leikarar og leikstjórar stofnuðu árið 1919 til að hafa stjórn á eigin verkum. Þá er rapparinn sagður vonast til að semja við stærstu tónlistarmenn dagsins í dag þegar útgáfusamningar þeirra renna út og þá verður Tidal ekki aðeins í samkeppni við Apple og Spotify, heldur einnig í beinni samkeppni við útgáfurisa á borð við Universal, Sony og Warner.Posted by Daft Punk on Monday, March 30, 2015
Tónlist Tækni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira