Eurovísir: Misstu þrjú kíló í Eurovision í Úkraínu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. mars 2015 15:00 „Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
„Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira