Halldór Stefán framlengdi samning sinn við Fylki um tvö ár í dag, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Árbæjarliðinu.
„Það er mikið gleðiefni að Halldór hafi ákveðið að starfa áfram í Árbænum en hann er einn af efnilegustu þjálfurum landsins,“ segir í fréttatilkynningunni.
„Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann stýrt kvennaliði félagsins í þrjú tímabil og á þeim tíma hefur liðið tekið miklum framförum. Það lenti í 11.sæti árið 2013, 9 sæti árið 2014 og í 7. sæti í ár.“
