Ísland bar sigurorð af Sviss, 28-24, í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna ytra í dag.
Staðan í hálfleik var 10-15, Íslandi í vil, en íslensku stelpurnar leiddu allan tímann.
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Ramune Pekarskyte og Karen Knútsdóttir skoruðu sex mörk hver fyrir íslenska liðið í dag.
Ísland vann tvo af þessum þremur leikjum en Sviss vann leikinn í gær sem var leikinn fyrir luktum dyrum.
Framundan hjá íslenska liðinu eru tveir umspilsleikir við Svartfjallaland um sæti á HM 2015.
