Verkfallsdeilan enn óleyst á RÚV: Landsleikurinn í uppnámi Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2015 14:58 Íslenska karlalandsliðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á laugardag en óvíst er hvort sýnt verður frá leiknum í Sjónvarpinu vegna verkfalls tæknimanna. Vísir Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01