Páll Óskar í Eurovision 2016? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira