Það skora allir á Rondu Rousey þessa dagana. Bæði menn og konur. Ronda nennir nú ekki að svara hverjum sem er en hún svaraði dóttur Muhammad Ali.
Laila Ali var frábær hnefaleikakona en hún sagði að það væri ekkert mál að lemja Rousey. „Hún er á stærð við þriggja ára dóttur mína. Þetta yrði nú ekki mikið mál," sagði Ali.
Rousey sá ástæðu til þess að svara þessari áskorun.
„Ef hún vill standa við stóru orðin þá er ég á svæðinu. Hún er hætt og búin að eignast börn þannig að ég skil vel að hún telji sig hafa yfirburði í þyngd," sagði Rousey hárbeitt.
„Þyngd og styrkur skiptir ekki máli gegn mér. Ég vinn ekki andstæðinga mína þannig. Andstæðingar mínir græða ekkert á því gegn mér."
Ronda til í að lemja dóttur Ali

Tengdar fréttir

Dóttir Muhammad Ali: Ég myndi vinna Rondu Rousey
Ronda Rousey er algjörlega óstöðvandi í hringnum þessa dagana en það er þó ein heimsfræg bardagakona sem treystir sér að vinna hana. Það er reyndar einn hængur á.

Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband
Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt.

Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband
Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn.

Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki
Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn.