Alhæfing, hættulegur hugsunarháttur Kjartan Þór Ingason skrifar 13. mars 2015 10:53 Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar