Alhæfing, hættulegur hugsunarháttur Kjartan Þór Ingason skrifar 13. mars 2015 10:53 Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun