Alhæfing, hættulegur hugsunarháttur Kjartan Þór Ingason skrifar 13. mars 2015 10:53 Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar