Utanríkismálum útvistað til leikskóla segir Þorsteinn Pálsson Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 12:09 Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun. Alþingi ESB-málið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira