Fimmtán hundruð Íslendingar hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum. Þetta eru þriðju mótmælin sem boðuð er síðan ákvörðun stjórnarinnar var gerð opinber.
Á bilinu sjö til átta þúsund mættu á mótmælin sem fram fóru í gær, samkvæmt mati lögreglunnar.
„Mætum og látum í okkur heyra á mánudaginn kl. 17:00. Við megum ekki láta bjóða okkur þessa framkomu ríkisstjórnarinnar sem er að sýna Alþingi og þjóðinni óvirðingu og dónaskap,“ segir í fundarboði sem gengur á Facebook.
Þriðju mótmælin boðuð
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
