Það var líf og fjör á sýningunni Æskan og hesturinn sem fram fór í reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. Ungir knapar á aldrinum 3-18 ára sýndu þar listir sínar og lögðu áherslu á grín og glens. Ýmsar kynjaverur mátti sjá á sýningunni; prinsessur, riddara og rauðhettu svo eitthvað sé nefnt.
Æskan og hesturinn hefur verið fastur liður í starfi hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu í hartnær tuttugu ár og er hápunktur ungra reiðmanna. Boðið var á fjölbreytt skemmtiatriði með atriðum krakkana, en María Ólafsdóttir söng fyrir sýningargesti og sjálf Lína langsokkur.
Myndir frá sýningunni má sjá hér fyrir neðan, en þær tók Stefán Karlsson ljósmyndari.

