UFC-stjarnan Ronda Rousey hefur endanlega lokað á þann möguleika að keppa við karlmann í búrinu.
Mikið hefur verið rætt um þann möguleika enda Ronda frábær bardagakappi og pakkar öllum konunum í UFC saman. Vildu því margir sjá hana berjast við karlmann.
Hún er ekki til í það og útskýrir af hverju.
„Það ætti aldrei að vera viðburður þar sem því er fagnað að karlmaður lemji konu. Ég tek ekki þátt í slíku," sagði Rousey og forseti UFC, Dana White, sagðist fagna þessum orðum. UFC myndi aldrei standa fyrir slíkum viðburði.
Ronda mun nú taka sér frí frá UFC til þess að sinna kvikmyndaferli sínum en snýr svo aftur í hringinn síðar en leit stendur yfir að konu sem gæti mögulega staðið upp í hárinu á henni.
Hún kláraði síðustu tvo bardaga sína á 14 og 16 sekúndum.
Ætti aldrei að fagna því að karlmaður lemji konu

Tengdar fréttir

Ronda til í að lemja dóttur Ali
Það skora allir á Rondu Rousey þessa dagana. Bæði menn og konur. Ronda nennir nú ekki að svara hverjum sem er en hún svaraði dóttur Muhammad Ali.

Dóttir Muhammad Ali: Ég myndi vinna Rondu Rousey
Ronda Rousey er algjörlega óstöðvandi í hringnum þessa dagana en það er þó ein heimsfræg bardagakona sem treystir sér að vinna hana. Það er reyndar einn hængur á.

Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband
Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt.

Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband
Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn.

Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki
Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn.