Útboðsgjald fyrir tollkvóta ólögmætur skattur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 13:14 Selecta á Íslandi er hluti af fyrirtækjaþjónustu Innes ehf. sem er ein af stærstu matvöruverslunum landsins. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“ Alþingi Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“
Alþingi Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira