Gestirnir frá Selfossi voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-19, en munurinn í hálfleik var eðsins fjögur stig, 46-42, fyrir FSu.
Hattarmenn tóku öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og höfðu tólf stiga forskot, 70-58, fyrir lokafjórðunginn og unnu á endanum átta stiga sigur, 94-86.
Tobin Carberry var stigahæstur í liði hatar með 35 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst. Viðar Örn Hafsteinsson skilaði 14 stigum og tók sjö fráköst.
Höttur er með átta stiga forskot á toppi 1. deildarinnar og er öruggt með sæti í Dominos-deildinni næsta vetur. Liðin í sætum 2-5 berjast svo um hitt sætið.
Hattarmenn fögnuðu sigrinum eðlilega vel eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Höttur í Dominos! Staðfest jibbikóla!“ skrifuðu menn svo á Twitter.
Höttur í Dominos! Staðfest jibbikóla! #karfan_is #dominosdeildin
— Höttur (@HotturOfficial) March 6, 2015