Ekkert verður af þátttöku Einars Daða Lárussonar á EM frjálsum íþróttum innanhúss í Prag um helgina.
Einar, sem átti að vera einn 15 keppenda í sjöþrautinni, er með slæma flensu. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.
"Þetta er frekar fúlt. Ég get ekki keppt, ég er það veikur. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er alveg rosalega svekkjandi," sagði Einar við Morgunblaðið, en hann veiktist fyrstu nóttina eftir komuna til Prag.
Aníta Hinriksdóttir er því eini íslenski keppandinn sem er enn með á mótinu. Hún keppir í undanúrslitum í 800 metra hlaupi en þau hefjast klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Úrslitahlaupið er svo klukkan 14:45 á morgun.
Einar Daði ekki með í sjöþrautinni vegna veikinda

Tengdar fréttir

Frábær sjöþraut Einars Daða | Tíundi á heimslista
Einar Daði Lárusson er líklega á leið á EM í Prag eftir hálfan mánuð.

Öll fimm fá að fara á Evrópumótið í Prag
Frjálsíþróttasamband Íslands sendir að minnsta kosti fimm keppendur á Evrópumeistaramót innanhúss sem fer fram í Prag 5. til 8. mars næstkomandi.

Einar Daði fer á EM í Prag
Aðeins fimmtán bestu fjöþrautarkappar Evrópu fá boð á Evrópumeistaramótið.