Dansarar í siguratriði Maríu verða eftir heima Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2015 21:22 Dansararnir í atriði Maríu fara ekki með til Vínar. Vísir/Andri Marinó Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV. Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV.
Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15
Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00
María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00
FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23