Þetta fór ekki framhjá strákunum í Áttunni sem brunuðu beint út á Granda til fá Magga í liðinn Fjórar mínútur með frægum í þættinum sínum.
Maggi lætur vitleysuna í strákunum samt ekki slá sig út af laginu og tekur grjótharður á móti þeim.
„Þú hefur engar taugar í þetta,“ segir hann við Nökkva þegar hann reynir við hamborgaragrillið.
„Hefur þú aldrei unnið handtak í lífinu? Bara verið að leika þér í sjónvarpinu? Ungdómurinn í dag, rífur bara kjaft og þykist kunna allt,“ segir Maggi ennfremur og sendir Nökkva beint í uppvaskið.