Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Justin Shouse í leik með Stjörnunni gegn KR. Vísir/Ernir „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
„Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum