Hannes: Vitum ekki hvort dúkurinn var til vandræða | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 15:15 Hér má sjá leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur spila á dúknum umrædda í úrslitaleik kvenna á laugardag. Vísir/Þórdís Inga Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira