Rafmagnslaust er í hluta Garðabæjar vegna bilunar í dreifistöð við Lyngás. Svo virðist sem bilunin eigi við um hluta Ásahverfis í Garðabæ, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum.
Þar segir að samkvæmt upplýsingum frá HS veitum gæti orðið rafmagnslaust fram eftir degi en unnið er að viðgerð.
