Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Grótta 28-34 | Grótta í úrslit Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2015 13:04 Laufey Ásta Guðmundsdóttir var í banastuði þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna með sætum sigri á ÍBV. Lokatölur 28-34. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins og gaf forystuna aldrei frá sér. Í síðari hálfleik var þó bras á Gróttu-liðinu, en ÍBV nýtti ekki sín tækifæri og því fór sem fór. Grótta mætir Val á laugardaginn. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og staðan var orðin 8-5 þegar tíu mínútur voru búnar af leiknum, Gróttu í vil. Laufey Ásta Guðmundsdóttir spilaði frábærlega í fyrri hálfleiknum og skoraði alls sjö mörk. Grótta var ávallt skrefinu á undan. Grótta náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Þær breyttu stöðunni úr 13-15 í 13-18 og, en staðan var 14-18 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Varnarleikur og markvarsla ÍBV var ekki uppá marga fiska í fyrri hálfleik, en það átti heldur betur eftir að breytast í síðari hálfleik. Þær bláklæddu frá Seltjarnanesinu skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og virtust ætla að gera létt út um leikinn. Það varð hins vegar ekki raunin. ÍBV breytti um vörn; fór úr 6-0 í 5-1 og við það riðlaðist leikur Gróttu til muna. Þær spiluðu hana framliggjandi og Grótta lenti í vandræðum. Hægt og rólega minnkaði ÍBV muninn, en þær skoruðu þrjú mörk í röð og skyndilega var munurinn orðinn einungis þrjú mörk. Þá tók Kári, þjálfari Gróttu, og tók leikhlé. Munurinn var orðinn tvö mörk á tímapunkti í síðari hálfleik og ÍBV fékk vítakast og dauðafæri til að minnka muninn í eitt mark, en allt kom fyrir ekki. Grótta liðið endaði á því að vinna sex marka sigur, 34-28. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Undir lokin var ÍBV liðið hætt, en Grótta átti sigurinn skilið. Þær leiddu frá upphafi leiks og til enda, en ÍBV var þó aldrei langt undan. Eyjastúlkur hættu aldrei og ber að hrósa þeim fyrir karakter og eljusemi, að gefast aldrei upp. Laufey Ásta Guðmundsdóttir keyrði Gróttu-vagninn í leiknum. Hún skoraði alls tíu mörk, þar af sjö í fyrri hálfleik. Ungstirnið Lovísa Thompson spilaði einnig afar vel, en hún skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Írís Björk Símonardóttir varði mikilvæga bolta undir lokin. Ester Óskarsdóttir skoraði sex fyrir ÍBV, en þær Telma Amado, Vera Lopes og Elín Anna Baldursdóttir skoruðu allar fimm mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir kom ágætlega inn í markið eftir að Erla Rós Sigmarsdóttir hafi ekki fundið sig í upphafi leiks. Grótta er því komið í úrslitaleikinn, en liðið leikur gegn Val á laugardag. Grótta klárlega sigurstranlegra liðið, enda liðið á toppnum í deildinni - allt getur þó gerst í bikarnum. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.Laufey Ásta: Hentar ágætlega „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Fullt af mörkum og örugglega ógeðslega gaman að horfa á þetta,” sagði markahæsti leikmaður vallarins í kvöld, Laufey Ásta Guðmundsóttir leikmaður Gróttu, við Vísi í leikslok. „Þetta var strembið undir lokin en hafðist,” sem segir hugann ekki hafa verið kominn í úrslitaleikinn á tímapunkti í síðari hálfleik. „Nei, ég held ekki. Ég held að þetta hafi bara verið ákveðinn tímapunktur í leiknum, en við réðum við þetta og kláruðum þetta.” En hvað breyttist í síðari hálfleik? „Hugarfarið. Við vorum ekki alveg nægilega þéttar í vörninni. Það voru einnig mikil læti í salnum þannig við heyrum ekki vel í hvor annari. Þetta er smá tilbreyting,” sem finnst alltaf gaman að spila í Laugardalshöllinni. „Það er alltaf jafn gaman.” Laufey Ásta átti stórleik, en var hógværðin uppmáluð þegar hún var spurð út í hversu gaman það væri að spila vel í eins stórum leikjum og þessum. „Það hentar ágætlega,” sem líst vel á leikinn gegn Val á laugardag. „Bara mjög vel. Þetta verður skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólkið af Nesinu,” sem vonaðist til að vera hluti af liði Gróttu sem vinnur fyrsta bikarmeistaratitil í sögu félagsins. „Ég vona það,” sagði Laufey að lokum.Jón Gunnlaugur: Mjög stoltur af stelpunum „Gríðarlega svekkjandi, en ákaflega stoltur af stelpunum. Þær nálguðust þetta verkefni af mikilli fagmennsku og ég er mjög stoltur af þeim,” voru fyrstu viðbrögð Jóns Gunnlaugs Viggóssonar, þjálfara ÍBV, við Vísi. „Það sýnir karakterinn að koma til baka úr þessari stöðu sem við vorum komnar í. Þetta var í sjónvarpinu og full höll. Við vorum tveimur mörkum undir, klikkum víti - þetta var bara stöngin út.” „Það vantaði bara að nýta færin. Við vorum að koma okkur í færri og við hefðum mátt vera eilítið grimmari í vörninni. Það vantaði ekki mikið uppá. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum.” ÍBV breytti um vörn í síðari hálfleik og sú vörn svínvirkaði. „Já, hún svínvirkaði. Við höfum verið í vandræðum með hana, en hún virkaði vel. Stelpurnar voru það einbeittar að við hefðum getað breytt í hvaða vörn sem er og það hefði væntanlega gengið.” „Einhverjir tóku Herjólf í morgun og hafa lagt mikil ferðalög á sig. Vonandi höfum við glött þau hjörtu. Leiðinlegt tapað, en samt sem áður - flottur leikur hjá stelpunum,” sagði Jón Gunnlaugur í leikslok.Anna Úrsula fagnar í kvöld.Vísir/Vilhelm Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Laufey Ásta Guðmundsdóttir var í banastuði þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna með sætum sigri á ÍBV. Lokatölur 28-34. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins og gaf forystuna aldrei frá sér. Í síðari hálfleik var þó bras á Gróttu-liðinu, en ÍBV nýtti ekki sín tækifæri og því fór sem fór. Grótta mætir Val á laugardaginn. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og staðan var orðin 8-5 þegar tíu mínútur voru búnar af leiknum, Gróttu í vil. Laufey Ásta Guðmundsdóttir spilaði frábærlega í fyrri hálfleiknum og skoraði alls sjö mörk. Grótta var ávallt skrefinu á undan. Grótta náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Þær breyttu stöðunni úr 13-15 í 13-18 og, en staðan var 14-18 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Varnarleikur og markvarsla ÍBV var ekki uppá marga fiska í fyrri hálfleik, en það átti heldur betur eftir að breytast í síðari hálfleik. Þær bláklæddu frá Seltjarnanesinu skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og virtust ætla að gera létt út um leikinn. Það varð hins vegar ekki raunin. ÍBV breytti um vörn; fór úr 6-0 í 5-1 og við það riðlaðist leikur Gróttu til muna. Þær spiluðu hana framliggjandi og Grótta lenti í vandræðum. Hægt og rólega minnkaði ÍBV muninn, en þær skoruðu þrjú mörk í röð og skyndilega var munurinn orðinn einungis þrjú mörk. Þá tók Kári, þjálfari Gróttu, og tók leikhlé. Munurinn var orðinn tvö mörk á tímapunkti í síðari hálfleik og ÍBV fékk vítakast og dauðafæri til að minnka muninn í eitt mark, en allt kom fyrir ekki. Grótta liðið endaði á því að vinna sex marka sigur, 34-28. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Undir lokin var ÍBV liðið hætt, en Grótta átti sigurinn skilið. Þær leiddu frá upphafi leiks og til enda, en ÍBV var þó aldrei langt undan. Eyjastúlkur hættu aldrei og ber að hrósa þeim fyrir karakter og eljusemi, að gefast aldrei upp. Laufey Ásta Guðmundsdóttir keyrði Gróttu-vagninn í leiknum. Hún skoraði alls tíu mörk, þar af sjö í fyrri hálfleik. Ungstirnið Lovísa Thompson spilaði einnig afar vel, en hún skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Írís Björk Símonardóttir varði mikilvæga bolta undir lokin. Ester Óskarsdóttir skoraði sex fyrir ÍBV, en þær Telma Amado, Vera Lopes og Elín Anna Baldursdóttir skoruðu allar fimm mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir kom ágætlega inn í markið eftir að Erla Rós Sigmarsdóttir hafi ekki fundið sig í upphafi leiks. Grótta er því komið í úrslitaleikinn, en liðið leikur gegn Val á laugardag. Grótta klárlega sigurstranlegra liðið, enda liðið á toppnum í deildinni - allt getur þó gerst í bikarnum. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.Laufey Ásta: Hentar ágætlega „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Fullt af mörkum og örugglega ógeðslega gaman að horfa á þetta,” sagði markahæsti leikmaður vallarins í kvöld, Laufey Ásta Guðmundsóttir leikmaður Gróttu, við Vísi í leikslok. „Þetta var strembið undir lokin en hafðist,” sem segir hugann ekki hafa verið kominn í úrslitaleikinn á tímapunkti í síðari hálfleik. „Nei, ég held ekki. Ég held að þetta hafi bara verið ákveðinn tímapunktur í leiknum, en við réðum við þetta og kláruðum þetta.” En hvað breyttist í síðari hálfleik? „Hugarfarið. Við vorum ekki alveg nægilega þéttar í vörninni. Það voru einnig mikil læti í salnum þannig við heyrum ekki vel í hvor annari. Þetta er smá tilbreyting,” sem finnst alltaf gaman að spila í Laugardalshöllinni. „Það er alltaf jafn gaman.” Laufey Ásta átti stórleik, en var hógværðin uppmáluð þegar hún var spurð út í hversu gaman það væri að spila vel í eins stórum leikjum og þessum. „Það hentar ágætlega,” sem líst vel á leikinn gegn Val á laugardag. „Bara mjög vel. Þetta verður skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólkið af Nesinu,” sem vonaðist til að vera hluti af liði Gróttu sem vinnur fyrsta bikarmeistaratitil í sögu félagsins. „Ég vona það,” sagði Laufey að lokum.Jón Gunnlaugur: Mjög stoltur af stelpunum „Gríðarlega svekkjandi, en ákaflega stoltur af stelpunum. Þær nálguðust þetta verkefni af mikilli fagmennsku og ég er mjög stoltur af þeim,” voru fyrstu viðbrögð Jóns Gunnlaugs Viggóssonar, þjálfara ÍBV, við Vísi. „Það sýnir karakterinn að koma til baka úr þessari stöðu sem við vorum komnar í. Þetta var í sjónvarpinu og full höll. Við vorum tveimur mörkum undir, klikkum víti - þetta var bara stöngin út.” „Það vantaði bara að nýta færin. Við vorum að koma okkur í færri og við hefðum mátt vera eilítið grimmari í vörninni. Það vantaði ekki mikið uppá. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum.” ÍBV breytti um vörn í síðari hálfleik og sú vörn svínvirkaði. „Já, hún svínvirkaði. Við höfum verið í vandræðum með hana, en hún virkaði vel. Stelpurnar voru það einbeittar að við hefðum getað breytt í hvaða vörn sem er og það hefði væntanlega gengið.” „Einhverjir tóku Herjólf í morgun og hafa lagt mikil ferðalög á sig. Vonandi höfum við glött þau hjörtu. Leiðinlegt tapað, en samt sem áður - flottur leikur hjá stelpunum,” sagði Jón Gunnlaugur í leikslok.Anna Úrsula fagnar í kvöld.Vísir/Vilhelm
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira