Hver hlustar á barnið þitt? Eygló Antonsdóttir. skrifar 27. febrúar 2015 07:11 Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun