Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Haukar 23-21 | Ótrúlegur lokakafli Eyjamanna Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2015 12:28 Theodór Sigurbjörnsson fagnar í kvöld. vísir/andri ÍBV vann Hauka, 23-21, í seinni undanúrslitaleiknum í Coca-Cola bikar karla í handbolta í kvöld. Eyjamenn mæta FH-ingum í úrslitaleiknum á morgun en þetta er aðeins í annað sinn í sögu félagsins sem ÍBV kemst í bikarúrslitaleikinn. Í síðustu ferð sinni þangað, fyrir 24 árum, unnu þeir Víkinga, 26-22, og ef Eyjamenn ná upp sömu spilamennsku og á lokakafla leiksins í kvöld eiga þeir góða möguleika á að bæta öðrum bikar í safnið. Haukarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem Janus Daði Smárason og Giedrius Morkunas fóru fyrir liði Hafnfirðinga. Janus skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess nokkrar fallegar línusendingar sem skiluðu marki. Á hinum helmingi vallarins var Giedrius öflugur en Litháinn varði alls 11 skot í fyrri hálfleik, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Eyjamenn voru fyrri til að skora í upphafi leiks en smám saman náðu Haukarnir undirtökunum. Þeir stoppuðu í götin í vörninni og voru duglegir að keyra fram völlinn við hvert tækifæri. Í stöðunni 6-7 varð umdeilt atvik þegar Grétari Þór Eyþórssyni, vinstri hornamanni Eyjamanna, var vikið af velli fyrir að skjóta boltanum í höfuð Giedriusar úr vítakasti. Ungur strákur, Hákon Daði Styrmisson, kom inn í hornið í stað Grétars og stóð heldur betur fyrir sínu. Hákon misnotaði fyrstu tvö skotin sín en sýndi styrk og skoraði fjögur mörk úr næstu fimm skotum sínum. Hann stal boltanum auk þess í þrígang. Haukarnir komust þremur mörkum yfir, 7-10, þegar Heimir Óli Heimisson skoraði sitt fyrsta og eina mark í leiknum. Eyjamenn svöruðu með tveimur mörkum en Hafnfirðingar áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu Eyjamanna á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og fóru með fjögurra marka forystu, 10-14, til búningsherbergja. Liðin fóru rólega af stað í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Það hentaði Haukum betur, verandi með forystuna. Sóknarleikur ÍBV var hugmyndasnauður og Giedrius reyndist Eyjamönnum áfram erfiður. Haukar náðu mest sex marka forystu, 12-18, en þá loksins komu Eyjamenn með áhlaup, skoruðu níu mörk í röð - þar af fimm eftir hraðaupphlaup - og komust þremur mörkum yfir, 21-18. Sóknarleikur Hauka var steingeldur á þessum kafla en Hafnfirðingar skoruðu ekki í 13 mínútur. Lykilmenn á borð við Tjörva Þorgeirsson og Árna Stein Steinþórsson náðu sér engan veginn á strik og þá gekk Haukum illa að finna sína sterku línumenn. Haukarnir áttu engin svör við frábærum leik Eyjamanna sem spiluðu stórkostlega í seinni hálfleik; vörnin var sterk, Kolbeinn Aron Arnarson varði nokkur skot og sóknin gekk glimrandi vel. Eyjamenn spiluðu af yfirvegun á lokakaflanum og sigldu tveggja marka sigri heim, 23-21. Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk en Theodór Sigurbjörnsson og Hákon komu næstir með fjögur mörk hvor. Janus Daði skoraði átta mörk fyrir Hauka sem féllu einfaldlega saman á lokakafla leiksins. Giedrius gerði það sem hann gat og varði 20 skot í Haukamarkinu.Theodór: Alltaf dreymt um að spila hér Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, var í sigurvímu þegar Vísir hitti hann að máli eftir sigurinn ótrúlega á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins. "Það gerist ekki sætara en þetta. Við erum loksins komnir í Höllina og það er ekki leiðinlegt að fá annan leik á morgun. "Ég hafði bara verið hér sem áhorfandi og alltaf dreymt um að koma hingað og spila. "Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur," sagði Theodór en hvað gerðist eiginlega á síðustu 17 mínútum leiksins þegar Eyjamenn breyttu stöðunni úr 12-18 í 23-21? "Það er þannig með okkur Eyjamenn að við gefumst aldrei upp, sama hvernig staðan er. Við gefumst aldrei, höfum aldrei gert og munum aldrei gera það. "Vörnin small á þessum kafla og við fengum hraðaupphlaup, það var lykilinn að sigrinum," sagði Theodór en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem samherji hans, Grétar Þór Eyþórsson, fékk í fyrri hálfleik fyrir að skjóta boltanum í höfuð Giedriusar Morkunas, markvarðar Hauka? "Ég veit það ekki, mér fannst þetta ekki vera rautt. Mér fannst hann hreyfa hausinn með skothöndinni. En dómararnir mátu það sem svo að þetta væri rautt," sagði Theodór og bætti því við að rauða spjaldið hefði sett Eyjamenn aðeins út af laginu. ÍBV mætir FH í úrslitaleiknum á morgun en Hafnfirðingar fóru áfram eftir tvíframlengdann undanúrslitaleik fyrr í dag. "Þeir verða kannski þreyttir en fá reyndar auka klukkutíma til að undirbúa sig, þannig að þetta kemur út á eitt," sagði Theodór að lokum.Hákon Daði: Bjóst kannski við að fá nokkrar mínútur í lokin Hákon Daði Styrmisson var ein af hetjum ÍBV þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins með ótrúlegum sigri á Haukum í kvöld. Hákon kom inn á í vinstra hornið um miðjan fyrri hálfleik eftir að Grétar Þór Eyþórsson fékk að líta rauða spjaldið. Hann segist ekki hafa átt von á því að spila svona mikið í kvöld. "Nei, alls ekki. Ég bjóst kannski við að fá nokkrar mínútur í lokin ef þetta hefði verið öruggt," sagði Hákon en hvernig var að koma inn í þennan leik? "Það er ekki erfitt að koma inn í svona lið. Það standa allir saman, ef þú klikkar færðu klapp á bakið og svona. "Ég klikkaði á fyrstu tveimur færunum en síðan kom þetta. Það var enginn að pæla í því, það er bara næsta færi," sagði Hákon sem skoraði fjögur mörk í kvöld. Hálfbróðir Hákons, Andri Heimir Friðriksson, leikur einnig með Eyjaliðinu og Hákon segir gott að spila með honum. "Ég bjóst aldrei við að ég myndi gera það í meistaraflokki. Það var frábært, þetta er fyrsta árið mitt í meistaraflokki," sagði Hákon að lokum.Patrekur: Spiluðum frábærlega í 45 mínútur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum súr í broti eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld. Haukar spiluðu vel í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 10-14. Þeir náðu mest sex marka forystu í seinni hálfleik, 12-18, en Eyjamenn unnu síðustu 17 mínútur leiksins 11-3 og tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn. "Við fórum út úr því sem við vorum að gera svo vel," sagði Patrekur um þennan örlagaríka kafla. "Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og við leystum þeirra vörn vel. En síðan fóru menn að taka of mikla sénsa, í línusendingum og öðru, og þeir náðu hraðaupphlaupum," sagði Patrekur sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum. "Ég var ánægður með liðið og hvernig menn mættu til leiks. Þetta var eins og maður vildi. En þessar síðustu 15 mínútur voru ekki góðar. "Við hefðum þurft að fá mörk að utan, því þeir voru aftarlega í vörninni. Við þurfum 1-2 mörk upp úr engu, eins og þeir fengu. "Við vorum ekki með Adam Hauk Baumruk sem er okkar helsta skytta en ég var búinn að ákveða að væla ekki yfir því. Við áttum að klára þennan leik og vorum sterkari lengst af," sagði Patrekur og bætti við. "Leikurinn er 60 mínútur og Eyjamenn eru komnir í úrslit og við verðum að sætta okkur við það. "En ef maður lítur á jákvæðu hliðarnar þá voru 45 mínútur frábærar í kvöld, þar sem við spiluðum mjög góðan handbolta," sagði Patrekur að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
ÍBV vann Hauka, 23-21, í seinni undanúrslitaleiknum í Coca-Cola bikar karla í handbolta í kvöld. Eyjamenn mæta FH-ingum í úrslitaleiknum á morgun en þetta er aðeins í annað sinn í sögu félagsins sem ÍBV kemst í bikarúrslitaleikinn. Í síðustu ferð sinni þangað, fyrir 24 árum, unnu þeir Víkinga, 26-22, og ef Eyjamenn ná upp sömu spilamennsku og á lokakafla leiksins í kvöld eiga þeir góða möguleika á að bæta öðrum bikar í safnið. Haukarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem Janus Daði Smárason og Giedrius Morkunas fóru fyrir liði Hafnfirðinga. Janus skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess nokkrar fallegar línusendingar sem skiluðu marki. Á hinum helmingi vallarins var Giedrius öflugur en Litháinn varði alls 11 skot í fyrri hálfleik, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Eyjamenn voru fyrri til að skora í upphafi leiks en smám saman náðu Haukarnir undirtökunum. Þeir stoppuðu í götin í vörninni og voru duglegir að keyra fram völlinn við hvert tækifæri. Í stöðunni 6-7 varð umdeilt atvik þegar Grétari Þór Eyþórssyni, vinstri hornamanni Eyjamanna, var vikið af velli fyrir að skjóta boltanum í höfuð Giedriusar úr vítakasti. Ungur strákur, Hákon Daði Styrmisson, kom inn í hornið í stað Grétars og stóð heldur betur fyrir sínu. Hákon misnotaði fyrstu tvö skotin sín en sýndi styrk og skoraði fjögur mörk úr næstu fimm skotum sínum. Hann stal boltanum auk þess í þrígang. Haukarnir komust þremur mörkum yfir, 7-10, þegar Heimir Óli Heimisson skoraði sitt fyrsta og eina mark í leiknum. Eyjamenn svöruðu með tveimur mörkum en Hafnfirðingar áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu Eyjamanna á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og fóru með fjögurra marka forystu, 10-14, til búningsherbergja. Liðin fóru rólega af stað í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Það hentaði Haukum betur, verandi með forystuna. Sóknarleikur ÍBV var hugmyndasnauður og Giedrius reyndist Eyjamönnum áfram erfiður. Haukar náðu mest sex marka forystu, 12-18, en þá loksins komu Eyjamenn með áhlaup, skoruðu níu mörk í röð - þar af fimm eftir hraðaupphlaup - og komust þremur mörkum yfir, 21-18. Sóknarleikur Hauka var steingeldur á þessum kafla en Hafnfirðingar skoruðu ekki í 13 mínútur. Lykilmenn á borð við Tjörva Þorgeirsson og Árna Stein Steinþórsson náðu sér engan veginn á strik og þá gekk Haukum illa að finna sína sterku línumenn. Haukarnir áttu engin svör við frábærum leik Eyjamanna sem spiluðu stórkostlega í seinni hálfleik; vörnin var sterk, Kolbeinn Aron Arnarson varði nokkur skot og sóknin gekk glimrandi vel. Eyjamenn spiluðu af yfirvegun á lokakaflanum og sigldu tveggja marka sigri heim, 23-21. Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk en Theodór Sigurbjörnsson og Hákon komu næstir með fjögur mörk hvor. Janus Daði skoraði átta mörk fyrir Hauka sem féllu einfaldlega saman á lokakafla leiksins. Giedrius gerði það sem hann gat og varði 20 skot í Haukamarkinu.Theodór: Alltaf dreymt um að spila hér Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, var í sigurvímu þegar Vísir hitti hann að máli eftir sigurinn ótrúlega á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins. "Það gerist ekki sætara en þetta. Við erum loksins komnir í Höllina og það er ekki leiðinlegt að fá annan leik á morgun. "Ég hafði bara verið hér sem áhorfandi og alltaf dreymt um að koma hingað og spila. "Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur," sagði Theodór en hvað gerðist eiginlega á síðustu 17 mínútum leiksins þegar Eyjamenn breyttu stöðunni úr 12-18 í 23-21? "Það er þannig með okkur Eyjamenn að við gefumst aldrei upp, sama hvernig staðan er. Við gefumst aldrei, höfum aldrei gert og munum aldrei gera það. "Vörnin small á þessum kafla og við fengum hraðaupphlaup, það var lykilinn að sigrinum," sagði Theodór en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem samherji hans, Grétar Þór Eyþórsson, fékk í fyrri hálfleik fyrir að skjóta boltanum í höfuð Giedriusar Morkunas, markvarðar Hauka? "Ég veit það ekki, mér fannst þetta ekki vera rautt. Mér fannst hann hreyfa hausinn með skothöndinni. En dómararnir mátu það sem svo að þetta væri rautt," sagði Theodór og bætti því við að rauða spjaldið hefði sett Eyjamenn aðeins út af laginu. ÍBV mætir FH í úrslitaleiknum á morgun en Hafnfirðingar fóru áfram eftir tvíframlengdann undanúrslitaleik fyrr í dag. "Þeir verða kannski þreyttir en fá reyndar auka klukkutíma til að undirbúa sig, þannig að þetta kemur út á eitt," sagði Theodór að lokum.Hákon Daði: Bjóst kannski við að fá nokkrar mínútur í lokin Hákon Daði Styrmisson var ein af hetjum ÍBV þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins með ótrúlegum sigri á Haukum í kvöld. Hákon kom inn á í vinstra hornið um miðjan fyrri hálfleik eftir að Grétar Þór Eyþórsson fékk að líta rauða spjaldið. Hann segist ekki hafa átt von á því að spila svona mikið í kvöld. "Nei, alls ekki. Ég bjóst kannski við að fá nokkrar mínútur í lokin ef þetta hefði verið öruggt," sagði Hákon en hvernig var að koma inn í þennan leik? "Það er ekki erfitt að koma inn í svona lið. Það standa allir saman, ef þú klikkar færðu klapp á bakið og svona. "Ég klikkaði á fyrstu tveimur færunum en síðan kom þetta. Það var enginn að pæla í því, það er bara næsta færi," sagði Hákon sem skoraði fjögur mörk í kvöld. Hálfbróðir Hákons, Andri Heimir Friðriksson, leikur einnig með Eyjaliðinu og Hákon segir gott að spila með honum. "Ég bjóst aldrei við að ég myndi gera það í meistaraflokki. Það var frábært, þetta er fyrsta árið mitt í meistaraflokki," sagði Hákon að lokum.Patrekur: Spiluðum frábærlega í 45 mínútur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum súr í broti eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld. Haukar spiluðu vel í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 10-14. Þeir náðu mest sex marka forystu í seinni hálfleik, 12-18, en Eyjamenn unnu síðustu 17 mínútur leiksins 11-3 og tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn. "Við fórum út úr því sem við vorum að gera svo vel," sagði Patrekur um þennan örlagaríka kafla. "Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og við leystum þeirra vörn vel. En síðan fóru menn að taka of mikla sénsa, í línusendingum og öðru, og þeir náðu hraðaupphlaupum," sagði Patrekur sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum. "Ég var ánægður með liðið og hvernig menn mættu til leiks. Þetta var eins og maður vildi. En þessar síðustu 15 mínútur voru ekki góðar. "Við hefðum þurft að fá mörk að utan, því þeir voru aftarlega í vörninni. Við þurfum 1-2 mörk upp úr engu, eins og þeir fengu. "Við vorum ekki með Adam Hauk Baumruk sem er okkar helsta skytta en ég var búinn að ákveða að væla ekki yfir því. Við áttum að klára þennan leik og vorum sterkari lengst af," sagði Patrekur og bætti við. "Leikurinn er 60 mínútur og Eyjamenn eru komnir í úrslit og við verðum að sætta okkur við það. "En ef maður lítur á jákvæðu hliðarnar þá voru 45 mínútur frábærar í kvöld, þar sem við spiluðum mjög góðan handbolta," sagði Patrekur að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira