Hægt að panta leigubíl með appi hjá BSR ingvar haraldsson skrifar 10. febrúar 2015 13:07 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segist sannfærður um að appið muni borga sig. vísir/ Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR. Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR.
Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06