Haukakonur í Höllina annað árið í röð | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2015 21:03 Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira