Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 12:15 "Þú segir ekki eitthvað sem meiðir, særir, móðgar eða lætur annarri manneskju líða illa. Þá er þetta rangt hjá þér. Þetta eru mannleg samskipti og gildir líka á netinu.“ vísir/gva Fjöldi „læka“ á samskiptamiðlum á borð við Facebook og Instagram er oft merki um vinsældir og félagslíf. Myndir í djarfari kantinum fá oftar en ekki meiri athygli en aðrar, en slíkar myndir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Neteinelti til að mynda en einn af hverjum tíu í 8. til 10. bekk hefur þrisvar eða oftar fengið andstyggileg skilaboð á netinu. Þetta sagði Hermann Jónsson, skólastjóri Advania-skólans, á morgunverðarfundi Advania fundi í morgun. Dóttir Hermanns varð fyrir miklu neteinelti í grunnskóla sem meira og minna hefur markað líf hennar. Hún, ásamt föður sínum, hefur haldið fyrirlestra víða um land um þetta tiltekna málefni og hjálpað fjölmörgum sem lent hafa í sambærilegri reynslu. Málefnið er Hermanni því afar hugleikið. Eineltið í garð dótturinnar kom honum þó í opna skjöldu, en á þeim tíma gerði hann sér ekki grein fyrir því hversu stór partur af lífi ungmenna netið er.Sjá einnig: Spornar gegn einelti með sögu sinniFundurinn var vel sóttur.vísir/gvaAlltaf manneskja á hinum endanum „Samskipti á netinu? Hvað er það? Fyrir mér eru þetta mannleg samskipti. Það mikilvægasta í mínum heimi er að kenna börnunum mínum mannleg samskipti, hvernig á að koma fram við fólk og tala við fólk. Það er alltaf manneskja á hinum endanum. Það er manneskja með tilfinningar,“ sagði Hermann. Hann sagði líf foreldra á tækniöld þó langt því frá að vera auðvelt. Hvergi séu að finna leiðbeiningar, því hlutirnir væru í stöðugri þróun. Það sem sé í tísku í dag sé það hugsanlega ekki í næstu viku. Þá sé ekki hægt að leita til sinna eigin foreldra og því sé það eina í stöðunni að kynna sér hlutina. Og það hafi hann gert. „Að vera foreldri á tækniöld, það er það sem við erum. Ef við hugsum út í þetta, þetta er svo brjálæðislegur hraði og það er svo rosalega mikið að gerast. Við sem foreldrar erum líka að alast upp. Við erum að reyna að fóta okkur í heimi sem er algjörlega nýr og er í stöðugri breytingu. Þetta gerir kröfur á okkur sem foreldrar,“ sagði Hermann en bætti við að mikilvægt sé að taka tækninni opnum örmum. Það sé margt jákvætt við hana, þó neikvæða hliðin sé vissulega til staðar.Samskiptamiðillinn ask.fm er afar vinsæll á meðal ungmenna.vísir/gettySjá einnig: Tilbúin að fyrirgefa Umferðarreglurnar á netinu „Þetta er heimurinn sem börnin eru í og ef þetta er þeirra heimur þá vil ég vera hér til að leiðbeina þeim. Þetta er eins og þegar barnið fór út í umferðina í fyrsta skipti. Þú klæddir það ekki í úlpu og sagðir því að passa sig á bílunum. Þú fórst út og kenndir umferðarreglurnar og það er þitt hlutverk sem foreldri.“ Hermann sagði að kenna þurfi börnum gagnrýna hugsun og aðstoða þau við að sjá hvað sé rétt og rangt. „Ég reyni að vera fræðandi foreldri. Ég reyni aldrei að fela hlutina fyrir börnunum mínum og segi þeim frekar inn á hvaða síður þau ættu ekki að fara, „þá sérðu eitthvað ógeðslegt,“ segi ég. Það sem streymir að þeim á ekki allt erindi við þau.“ Hann ítrekaði mikilvægi fræðslunnar og greindi frá sinni grundvallarreglu: „Þú segir ekki eitthvað sem meiðir, særir, móðgar eða lætur annarri manneskju líða illa. Þá er þetta rangt hjá þér. Þetta eru mannleg samskipti og gildir líka á netinu. Þessu megum við ekki gleyma, þetta er gríðarlega mikilvægt.“ Hermann var jafnframt í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær, en á það má hlusta í spilaranum hér fyrir neðan. Saga Selmu Bjarkar, dóttur Hermanns, í Íslandi í dag. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54 Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 Vinátta er forvörn gegn einelti Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. 3. desember 2014 07:00 „Gerum netið betra saman“ Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag. 10. febrúar 2015 11:43 Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur 5. febrúar 2015 07:00 Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. 20. nóvember 2014 05:00 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Fjöldi „læka“ á samskiptamiðlum á borð við Facebook og Instagram er oft merki um vinsældir og félagslíf. Myndir í djarfari kantinum fá oftar en ekki meiri athygli en aðrar, en slíkar myndir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Neteinelti til að mynda en einn af hverjum tíu í 8. til 10. bekk hefur þrisvar eða oftar fengið andstyggileg skilaboð á netinu. Þetta sagði Hermann Jónsson, skólastjóri Advania-skólans, á morgunverðarfundi Advania fundi í morgun. Dóttir Hermanns varð fyrir miklu neteinelti í grunnskóla sem meira og minna hefur markað líf hennar. Hún, ásamt föður sínum, hefur haldið fyrirlestra víða um land um þetta tiltekna málefni og hjálpað fjölmörgum sem lent hafa í sambærilegri reynslu. Málefnið er Hermanni því afar hugleikið. Eineltið í garð dótturinnar kom honum þó í opna skjöldu, en á þeim tíma gerði hann sér ekki grein fyrir því hversu stór partur af lífi ungmenna netið er.Sjá einnig: Spornar gegn einelti með sögu sinniFundurinn var vel sóttur.vísir/gvaAlltaf manneskja á hinum endanum „Samskipti á netinu? Hvað er það? Fyrir mér eru þetta mannleg samskipti. Það mikilvægasta í mínum heimi er að kenna börnunum mínum mannleg samskipti, hvernig á að koma fram við fólk og tala við fólk. Það er alltaf manneskja á hinum endanum. Það er manneskja með tilfinningar,“ sagði Hermann. Hann sagði líf foreldra á tækniöld þó langt því frá að vera auðvelt. Hvergi séu að finna leiðbeiningar, því hlutirnir væru í stöðugri þróun. Það sem sé í tísku í dag sé það hugsanlega ekki í næstu viku. Þá sé ekki hægt að leita til sinna eigin foreldra og því sé það eina í stöðunni að kynna sér hlutina. Og það hafi hann gert. „Að vera foreldri á tækniöld, það er það sem við erum. Ef við hugsum út í þetta, þetta er svo brjálæðislegur hraði og það er svo rosalega mikið að gerast. Við sem foreldrar erum líka að alast upp. Við erum að reyna að fóta okkur í heimi sem er algjörlega nýr og er í stöðugri breytingu. Þetta gerir kröfur á okkur sem foreldrar,“ sagði Hermann en bætti við að mikilvægt sé að taka tækninni opnum örmum. Það sé margt jákvætt við hana, þó neikvæða hliðin sé vissulega til staðar.Samskiptamiðillinn ask.fm er afar vinsæll á meðal ungmenna.vísir/gettySjá einnig: Tilbúin að fyrirgefa Umferðarreglurnar á netinu „Þetta er heimurinn sem börnin eru í og ef þetta er þeirra heimur þá vil ég vera hér til að leiðbeina þeim. Þetta er eins og þegar barnið fór út í umferðina í fyrsta skipti. Þú klæddir það ekki í úlpu og sagðir því að passa sig á bílunum. Þú fórst út og kenndir umferðarreglurnar og það er þitt hlutverk sem foreldri.“ Hermann sagði að kenna þurfi börnum gagnrýna hugsun og aðstoða þau við að sjá hvað sé rétt og rangt. „Ég reyni að vera fræðandi foreldri. Ég reyni aldrei að fela hlutina fyrir börnunum mínum og segi þeim frekar inn á hvaða síður þau ættu ekki að fara, „þá sérðu eitthvað ógeðslegt,“ segi ég. Það sem streymir að þeim á ekki allt erindi við þau.“ Hann ítrekaði mikilvægi fræðslunnar og greindi frá sinni grundvallarreglu: „Þú segir ekki eitthvað sem meiðir, særir, móðgar eða lætur annarri manneskju líða illa. Þá er þetta rangt hjá þér. Þetta eru mannleg samskipti og gildir líka á netinu. Þessu megum við ekki gleyma, þetta er gríðarlega mikilvægt.“ Hermann var jafnframt í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær, en á það má hlusta í spilaranum hér fyrir neðan. Saga Selmu Bjarkar, dóttur Hermanns, í Íslandi í dag.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54 Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 Vinátta er forvörn gegn einelti Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. 3. desember 2014 07:00 „Gerum netið betra saman“ Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag. 10. febrúar 2015 11:43 Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur 5. febrúar 2015 07:00 Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. 20. nóvember 2014 05:00 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
Vinátta er forvörn gegn einelti Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. 3. desember 2014 07:00
„Gerum netið betra saman“ Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag. 10. febrúar 2015 11:43
Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur 5. febrúar 2015 07:00
Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. 20. nóvember 2014 05:00
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23