Tilbúin að fyrirgefa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2015 23:54 „Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
„Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23