Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó í kvöld en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.
Friðrik tekur lagið Once Again, ensk útgáfa, af laginu Í síðasta skipti. Björn og félagar taka aftur á móti lagið Piltur og stúlka.
Nú virðast sænskir sérfræðingar Betsson nokkuð vissir í sinni sök, og samkvæmt upplýsingum frá Betsson á Íslandi hafa þeir oft á réttu að standa.
Sjá einnig: Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin
Veðmálastuðullinn sem settur er á lag Friðriks er 1,85 og nú er lag Maríu Ólafsdóttur, Unbroken, komið í annað sæti með stuðulinn 2,25. Stuðullinn á Pilt og stúlku er nú 5,00.
Sjá einnig: Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins
Takist Friðriki Dór að vinna undankeppnina verður þetta annað árið í röð sem Íslendingar senda Hafnfirðinga í Eurovision en Pollapönk fór út fyrir okkar hönd fyrir ári síðan.
