Greint hefur verið frá spám veðbanka en Friðriki Dór, sem flytur lagið Once Again, er í dag spáð sigri í Söngvakeppninni af sænskum sérfræðingum á vef Betsson. Maríu Ólafsdóttur er spáð öðru sæti en hún flytur lagið Unbroken. Þá er laginu Piltur og stúlka spáð þriðja sætinu en það er í flutning Björns Jörundar og félaga.
Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins

„Það eru mörg ágætis lög í ár,“ segir Gunni og telur þrjú lög eiga möguleika á að komast í tveggja laga einvígið. Þau eru Piltur og stúlka, Unbroken og Once Again. „Segjum bara að Friðrik Dór fari til Austurríkis, þetta er svo gott hjá honum á ensku.“
Sjá einnig:Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin

„Ég spáði í dag að Friðrik Dór og Elín Sif muni mætast í einvíginu og Dance Slow muni viunna. Það er ekki gott að skipta um skoðun samdægurs en ég veit ekki neitt. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Reynir Þór.

Hún spáir lögum Friðriks Dórs, Maríu Ólafs og hljómsveitarinnar Sunday, sem flytur Feathers, góðu gengi.
„Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk. Ég held að Friðrik Dór og Feathers endi í úrslitunum og held að Friðrik Dór standi uppi sem sigurvegari í kvöld, segir Alma.