Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2015 23:21 Bjarni hélt því meðal annars fram að lánið til Kaupþings hafi ekki verið veitt nema með traustu veði. Lánið var hins vegar afgreitt áður en veðið í FIH bankanum var frágengið. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt umdeilanlegum fullyrðingum á lofti í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar svaraði hann spurningum Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, um neyðarlán til Kaupþings. Meðal þess sem Bjarni fullyrti var að lánið, sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi rétt fyrir hrunið 2008, hafi ekki verið veitt nema með veðum sem þóttu nokkuð trygg. „Það var reyndar ekki gert nema að fengnum veðum, sem á þeim tíma þóttu nokkuð trygg,“ sagði Bjarni. Ekkert veð og engir pappírar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagði í aðsendri grein í Fréttablaðinu í október á síðasta ári að ekki hefði verið gengið frá veðum vegna lánsins fyrr en eftir að búið var að millifæra 500 milljónir evra inn á reikning bankans. „Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans,“ skrifaði hann og bætti við: „Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.“ Þetta kom einnig fram í skýrslu sem meiri hluti fjárlaganefndar skilaði Alþingi um lánveitinguna. Þar kom fram að reglur Seðlabankans hefðu verið brotnar þegar lánið var afgreitt og að ekki hefði verið búið að skrifa undir lánssamning daginn sem lánið var veitt og að það hafi verið án fullnægjandi trygginga.Kaupþingstopparnir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson fyrir utan stjórnarráðið í október árið 2008.Vísir/StefánSeðlabankinn er ekki sammála Hreiðari um hvenær veðskjölin hafi verið undirrituð. Í yfirlýsingu frá bankanum 17. október síðastliðinn kemur fram að veðin hafi verið klár og undirrituð undir lok dags þann 6. október 2008 þegar lánið var veitt. Eftir stendur hins vegar að veðin voru ekki trygg þegar lánið var afgreitt en Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur viðurkennt að reglur hafi verið brotnar við afgreiðslu málsins. Það er því rangt sem Bjarni segir um að lánið frá Seðlabankanum til Kaupþings hafi ekki verið veitt nema með tryggum veðum. Ekki var gengið frá veði fyrir láninu, sem var í danska FIH bankanum, fyrr en síðar, sama hvort það hafi verið gert klukkustundum eða dögum síðar.Ítarlegri upplýsingar til í bankanum Í sömu skýrslu kemur einnig fram að Davíð Oddsson, þá Seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, hefðu haft samráð um lánveitinguna. Þeir töluðu saman í síma þennan dag og er til upptaka af símtalinu í Seðlabanka Íslands. Sú upptaka hefur aldrei fengist gerð opinber þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Upplýst var um tilvist símtals þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í Landsdómi þegar réttað var yfir þeim síðarnefnda.Vísir/GVAÚtskrift af símtalinu hefur hins vegar farið víða. Í samantekt Kjarnans um símtalið kom fram að þrír nefndarmenn í úrskurðarnefnd upplýsingamála fengu útskrift af símtalinu vegna kæru RÚV á synjun Seðlabankans um afhendingu á upptökunni. Umboðsmaður Alþingis fékk einnig útskrift af símtalinu í tengslum við kæru RÚV og þar til viðbótar sagðist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að útskrift símtalsins hefði ratað í forsætisráðuneytið. Þá liggur fyrir að fjárlaganefnd Alþingis átti að fá að skoða útskrift af símtalinu á lokuðum fundi með fulltrúum Seðlabankans. Þeim var bannað að vitna í símtalið opinberlega. Ekkert varð að því.Þráaðist við að sýna símtalið Bjarni talaði um athugun fjárlaganefndar á lánveitingunni í svari sínu á þinginu þar sem hann sagði: „Ég tel reyndar að á síðasta kjörtímabili hafi fjárlaganefnd farið allgaumgæfilega ofan í þetta mál og ég kannast ekki við að staðið hafi á Seðlabankanum að veita svör.“Seðlabankinn neitaði að afhenda upptöku af símtalinu og bar fyrir sig bankaleynd.Vísir/GVARétt er að nefndarmenn í fjárlaganefnd áttu að lokum að skoða útskrift af símtalinu en það var eftir talsverða þrautargöngu nefndarinnar. Bankinn neitaði að afhenda fjárlaganefndinni upptöku af samtali Davíðs og Geirs minnst tvisvar áður en starfsmenn bankans voru tilbúnir að sýna nefndarmönnum útskrift símtalsins með skilyrðum. Það fór þó á endanum svo að Geir Haarde, annar viðmælanda í símtalinu, neitaði að leyfa nefndinni að lesa útskrift símtalsins. „Seðlabanki Íslands hefur ítrekað neitað að veita fjárlaganefnd upplýsingar sem máli geta skipt um lánveitinguna, ástæður hennar og framkvæmd,“ segir meðal annars um þetta í skýrslu meiri hluta fjárlaganefndar um lánveitinguna. Það eru því í það minnsta villandi ummæli hjá Bjarna að segja að ekki hafi staðið á Seðlabankanum að veita upplýsingar.Uppfært klukkan 08.26 þar sem í upphaflegu fréttinni stóð að fjárlaganefnd hefði fengið að lesa útskrift símtalsins. Það er ekki rétt.Teitur Björn Einarsson.Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, hefur gert athugasemdir við fréttina og sagt að hún sé í besta falli bæði villandi og röng. Athugasemdum Teits er komið á framfæri hér að neðan og svarað.Fyrri athugasemd Teitur segir í tölvupósti til blaðamanns að Bjarni hafi eingöngu nefnt hversu traust veðið þótti vera á þeim tíma - en ekki hvernig staðið var að veðsetningunni. Það er ekki í samræmi við það sem Bjarni sagði í þinginu því þar sagði hann: „Það var reyndar ekki gert nema að fengnum veðum [...]“ og vísaði til Kaupþingslánsins. Rétt er hjá Teiti að ráðherrann talaði einnig um að veðin hefðu virst trygg, enda er það ekki umfjöllunarefni fréttarinnar hvort að veðin, hefðu þau legið fyrir, hefðu verið trygg. Ekki er deilt um að Seðlabankinn fékk veð í bankanum en Seðlabankinn, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem óskaði eftir láninu, og meiri hluti fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili hafa öll staðfest að veðin hafi ekki verið frágengin á þeim tíma sem lánið var veitt. Eins og fram kemur í fréttinni er deilt um nákvæmlega hvenær þau hafi legið fyrir; hvort það hafi verið í lok dags þegar lánið var veitt eða nokkrum dögum síðar.Síðari athugasemd Teitur gerir einnig athugasemd við að í fréttinni segir að Seðlabankinn hafi ekki verið fús til að veita upplýsingar um lánið. „Að segja að þau ummæli ráðherra að ekki hafi staðið á bankanum að veita upplýsingar séu villandi - er í meira lagi villandi,“ segir hann í pósti til blaðamanns. Fyrir liggur að fjárlaganefnd hefur ekki fengið útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir höfðu samráð um veitingu lánsins. Bankinn neitaði nefndinni minnst tvisvar að veita upplýsingarnar en samþykkti svo að leyfa nefndarmönnum að lesa útskrift samtalsins á fundi með fulltrúum bankans. Ekkert varð hins vegar af því og staðfesti Björn Valur Gíslason, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, það við fréttastofu síðast í morgun. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt umdeilanlegum fullyrðingum á lofti í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar svaraði hann spurningum Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, um neyðarlán til Kaupþings. Meðal þess sem Bjarni fullyrti var að lánið, sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi rétt fyrir hrunið 2008, hafi ekki verið veitt nema með veðum sem þóttu nokkuð trygg. „Það var reyndar ekki gert nema að fengnum veðum, sem á þeim tíma þóttu nokkuð trygg,“ sagði Bjarni. Ekkert veð og engir pappírar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagði í aðsendri grein í Fréttablaðinu í október á síðasta ári að ekki hefði verið gengið frá veðum vegna lánsins fyrr en eftir að búið var að millifæra 500 milljónir evra inn á reikning bankans. „Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans,“ skrifaði hann og bætti við: „Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.“ Þetta kom einnig fram í skýrslu sem meiri hluti fjárlaganefndar skilaði Alþingi um lánveitinguna. Þar kom fram að reglur Seðlabankans hefðu verið brotnar þegar lánið var afgreitt og að ekki hefði verið búið að skrifa undir lánssamning daginn sem lánið var veitt og að það hafi verið án fullnægjandi trygginga.Kaupþingstopparnir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson fyrir utan stjórnarráðið í október árið 2008.Vísir/StefánSeðlabankinn er ekki sammála Hreiðari um hvenær veðskjölin hafi verið undirrituð. Í yfirlýsingu frá bankanum 17. október síðastliðinn kemur fram að veðin hafi verið klár og undirrituð undir lok dags þann 6. október 2008 þegar lánið var veitt. Eftir stendur hins vegar að veðin voru ekki trygg þegar lánið var afgreitt en Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur viðurkennt að reglur hafi verið brotnar við afgreiðslu málsins. Það er því rangt sem Bjarni segir um að lánið frá Seðlabankanum til Kaupþings hafi ekki verið veitt nema með tryggum veðum. Ekki var gengið frá veði fyrir láninu, sem var í danska FIH bankanum, fyrr en síðar, sama hvort það hafi verið gert klukkustundum eða dögum síðar.Ítarlegri upplýsingar til í bankanum Í sömu skýrslu kemur einnig fram að Davíð Oddsson, þá Seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, hefðu haft samráð um lánveitinguna. Þeir töluðu saman í síma þennan dag og er til upptaka af símtalinu í Seðlabanka Íslands. Sú upptaka hefur aldrei fengist gerð opinber þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Upplýst var um tilvist símtals þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í Landsdómi þegar réttað var yfir þeim síðarnefnda.Vísir/GVAÚtskrift af símtalinu hefur hins vegar farið víða. Í samantekt Kjarnans um símtalið kom fram að þrír nefndarmenn í úrskurðarnefnd upplýsingamála fengu útskrift af símtalinu vegna kæru RÚV á synjun Seðlabankans um afhendingu á upptökunni. Umboðsmaður Alþingis fékk einnig útskrift af símtalinu í tengslum við kæru RÚV og þar til viðbótar sagðist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að útskrift símtalsins hefði ratað í forsætisráðuneytið. Þá liggur fyrir að fjárlaganefnd Alþingis átti að fá að skoða útskrift af símtalinu á lokuðum fundi með fulltrúum Seðlabankans. Þeim var bannað að vitna í símtalið opinberlega. Ekkert varð að því.Þráaðist við að sýna símtalið Bjarni talaði um athugun fjárlaganefndar á lánveitingunni í svari sínu á þinginu þar sem hann sagði: „Ég tel reyndar að á síðasta kjörtímabili hafi fjárlaganefnd farið allgaumgæfilega ofan í þetta mál og ég kannast ekki við að staðið hafi á Seðlabankanum að veita svör.“Seðlabankinn neitaði að afhenda upptöku af símtalinu og bar fyrir sig bankaleynd.Vísir/GVARétt er að nefndarmenn í fjárlaganefnd áttu að lokum að skoða útskrift af símtalinu en það var eftir talsverða þrautargöngu nefndarinnar. Bankinn neitaði að afhenda fjárlaganefndinni upptöku af samtali Davíðs og Geirs minnst tvisvar áður en starfsmenn bankans voru tilbúnir að sýna nefndarmönnum útskrift símtalsins með skilyrðum. Það fór þó á endanum svo að Geir Haarde, annar viðmælanda í símtalinu, neitaði að leyfa nefndinni að lesa útskrift símtalsins. „Seðlabanki Íslands hefur ítrekað neitað að veita fjárlaganefnd upplýsingar sem máli geta skipt um lánveitinguna, ástæður hennar og framkvæmd,“ segir meðal annars um þetta í skýrslu meiri hluta fjárlaganefndar um lánveitinguna. Það eru því í það minnsta villandi ummæli hjá Bjarna að segja að ekki hafi staðið á Seðlabankanum að veita upplýsingar.Uppfært klukkan 08.26 þar sem í upphaflegu fréttinni stóð að fjárlaganefnd hefði fengið að lesa útskrift símtalsins. Það er ekki rétt.Teitur Björn Einarsson.Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, hefur gert athugasemdir við fréttina og sagt að hún sé í besta falli bæði villandi og röng. Athugasemdum Teits er komið á framfæri hér að neðan og svarað.Fyrri athugasemd Teitur segir í tölvupósti til blaðamanns að Bjarni hafi eingöngu nefnt hversu traust veðið þótti vera á þeim tíma - en ekki hvernig staðið var að veðsetningunni. Það er ekki í samræmi við það sem Bjarni sagði í þinginu því þar sagði hann: „Það var reyndar ekki gert nema að fengnum veðum [...]“ og vísaði til Kaupþingslánsins. Rétt er hjá Teiti að ráðherrann talaði einnig um að veðin hefðu virst trygg, enda er það ekki umfjöllunarefni fréttarinnar hvort að veðin, hefðu þau legið fyrir, hefðu verið trygg. Ekki er deilt um að Seðlabankinn fékk veð í bankanum en Seðlabankinn, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem óskaði eftir láninu, og meiri hluti fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili hafa öll staðfest að veðin hafi ekki verið frágengin á þeim tíma sem lánið var veitt. Eins og fram kemur í fréttinni er deilt um nákvæmlega hvenær þau hafi legið fyrir; hvort það hafi verið í lok dags þegar lánið var veitt eða nokkrum dögum síðar.Síðari athugasemd Teitur gerir einnig athugasemd við að í fréttinni segir að Seðlabankinn hafi ekki verið fús til að veita upplýsingar um lánið. „Að segja að þau ummæli ráðherra að ekki hafi staðið á bankanum að veita upplýsingar séu villandi - er í meira lagi villandi,“ segir hann í pósti til blaðamanns. Fyrir liggur að fjárlaganefnd hefur ekki fengið útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir höfðu samráð um veitingu lánsins. Bankinn neitaði nefndinni minnst tvisvar að veita upplýsingarnar en samþykkti svo að leyfa nefndarmönnum að lesa útskrift samtalsins á fundi með fulltrúum bankans. Ekkert varð hins vegar af því og staðfesti Björn Valur Gíslason, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, það við fréttastofu síðast í morgun.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07