Denai Moore, er aðeins 19 ára gömul og hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma fyrir draumkennda og fallega tónlist sína. Hefur Denai á skömmum tíma náð að marka stór spor og hún unnið með mörgum virtum tónlistarmönnum. Þar ber helst að nefna SBTRKT en hann lék á hinni nýafstöðnu Sónar Reykjavík hátíð. Platan hennar “Elsewhere” er gefin út hjá plötufyrirtækinu Because.
Tökur á myndbandinu stóðu yfir í tvo daga á Bláfjallaafleggjara og var hópur íslensks kvikmyndagerðafólks sem kom að gerð myndbandsins undir leikstjórn franska leikstjórans Simon Cahn.
Íslenski leikarinn Walter Geir Grímsson leikur aðalhlutverkið í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.