John Guidetti tryggði Celtic 3-3 jafntefli gegn stórliði Inter frá Ítalíu í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.
Guidetti skoraði jöfnunarmark Skotanna á lokamínútum leiksins. Inter hafði komist 2-0 yfir á fyrsta stundarfjórðungi leiksins með marki Xherdan Shaqiri og Rodrigo Palacio en Celtic jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.
Palacio skoraði svö öðru sinni á 67. mínútu og kom Celtic yfir á ný en það dugði ekki til sigurs. Inter, sem sló Stjörnuna úr leik í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, á þó síðari leikinn eftir á heimavelli.
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi Ajax sem vann 1-0 sigur á Legia Varsjá á heimavelli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
Álaborg - Club Brugge 1-3
Dnipro - Olympiakos 2-0
PSV - Zenit 0-1
Roma - Feyenoord 1-1
Torino - Athletic Bilbao 2-2
Trabzonspor - Napoli 0-4
Wolfsburg - Sporting 2-0
Young Boys - Everton 1-4
Ajax - Legia Varsjá 1-0
Anderlecht - Dinamo Moskva 0-0
Celtic - Inter 3-3
Guingamp - Dynamo Kiev 2-1
Liverpool - Besiktas 1-0
Sevilla - Gladbach 1-0
Tottenham - Fiorentina 1-1
Villarreal - Salzburg 2-1
Celtic hélt jöfnu gegn Inter | Úrslit kvöldsins

Tengdar fréttir

Vítaspyrna Balotelli tryggði sigurinn | Myndband
Heimtaði að fá að taka vítið og fékk sínu framgengt.

Gerrard: Mario sýndi Henderson smá óvirðingu
Mario Balotelli hefur klikkað aðeins tvisvar á ferlinum á vítapunktinum.

Góð byrjun Tottenham dugði ekki til | Sjáðu mörkin
Fiorentina náði jafntefli á White Hart Lane og er í góðri stöðu fyrir síðari viðureignina gegn Tottenham í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Þrenna Lukaku sá um Young Boys | Sjáðu mörkin
Átta leikjum er nýlokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Henderson: Ég vildi taka vítið
Jordan Henderson var fyrirliði Liverpool í kvöld en gaf eftir.

Sjáðu Henderson og Balotelli rífast um vítið
Athyglisverð uppákoma í leik Liverpool og Besiktas í Evrópudeildinni í kvöld.