Umfjöllun: Katar - Frakkland 22-25 | Frakkar heimsmeistarar í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2015 15:45 Vísir/Getty Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari. HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari.
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti