Forseti IHF: Engin mannréttindabrot í Katar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 17:15 Hassan Moustafa er umdeildur. vísir/getty Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei. HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira