Grindavík komst auðveldlega í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í Suðurnesjaslag, 81-47.
Yfirburði Grindavíkurliðsins voru miklir gegn Njarðvíkurstúlkur sem leika í 1. deild, en gestirnir skoruðu aðeins tólf stig í fyrri hálfleik.
Staðan í hálfleik var 46-12 fyrir Grindavík, en Njarðvík skoraði aðeins tvö stig í fyrsta leikhluta. Njarðvík vann þriðja leikhlutann með tveimur stigum og skoraði svo 23 stig í þeim fjórða.
Petrúnella Skúladóttir var stigahæst hjá Grindavík með 16 stig og María Ben Erlingsdóttir skoraði 12 stig. Hjá Njarðvík skoraði Andrea Björt Ólafsdóttir 15 stig og tók sjö fráköst.
Grindavík mætir Keflavík í úrslitum í Laugardalshöll 21. febrúar.
Grindavík-Njarðvík 81-47 (24-2, 22-10, 10-12, 25-23)
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9/15 fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 5, Kristina King 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst, Andrea Ösp Böðvarsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2.
Grindavík fór létt með Njarðvík og mætir Keflavík í úrslitum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

