Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 13:23 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. Maðurinn vill fá staðgreiðslu í reiðufé fyrir gögnin. Skattrannsóknarstjóri hefur komið þessu á framfæri við fjármála- og efnahagsráðuneytið, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Embætti skattrannsóknarstjóra fékk á síðasta ári send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Erlendur maður sem hafði samband við embættið og hefur umrædd gögn undir höndum vill afhenda þau gegn greiðslu. Gögnin benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot í skattaskjólum og fjárhæðirnar gætu numið milljörðum ef ekki tugum milljarða króna. Helstu skattaskjól sem Íslendingar færðu fjármuni í fyrir hrunið eru Lúxemborg, Bresku Jómfrúreyjar og Sviss, svo dæmi séu nefnd. Í desember sl. upplýsti ráðuneytið um þau skilyrði sem það setti fyrir kaupum á gögnunum, sem snúa að skattundanskoti Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Þar kom fram að eðlilegt væri að greiða verð fyrir gögnin ef þau gætu orðið til þess að afla tapaðra skatttekna. Í tilkynningu ráðuneytisins sagði: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Ljóst er að skattrannsóknarstjóri getur ekki án samþykkis fjármálaráðuneytis skuldbundið ríkissjóð til greiðslu fyrir gögnin nema á grundvelli þessara skilyrða. „Það sem ég hef sagt er að stofnunin getur ekki skuldbundið ríkissjóð til greiðslu á einhverjum fjármunum án þess að það komi vilyrði fyrir fjárheimild. Stofnunin getur ekki gert samning við einhvern mann úti í heimi um greiðslu á hundruðum milljóna króna án þess að fyrir liggi samþykki fjármálaráðuneytisins. Það er útilokað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í samtali við fréttastofu.En þetta stangast á við skilning embættismanna fjármálaráðuneytisins? „Nei, það gerir það ekki.“Hvað er verið að fara fram á háa fjárhæð? „Ég vil ekki tjá mig um það. Níutíu prósent af kostnaði embættis skattrannsóknarstjóra er launakostnaður. Svo það er ekkert svigrúm. Þetta er ekki alfarið mál skattrannsóknarstjóra. Það eru ákveðnar línur settar í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.“Þetta mál fjarar þá bara út ef þessi gögn verða ekki keypt? „Nei, það er alls ekki tímabært að kveða upp úr með það.“Nú fyrnast skattalagabrot almennt á sex árum en tíu árum ef um meiriháttar skattalagabrot er að ræða. Hvað með fyrningu þessara skattalagabrota? „Eftir því sem tíminn líður þá eykst auðvitað hættan á því. Það er hins vegar af mörgu að hyggja með það. Eftir því sem tíminn líður þá fara slík atriði að skipta máli,“ segir Bryndís. Almennt rofnar fresturinn við rannsókn skattalagabrota svo ef að í gögnunum eru upplýsingar sem varða rannsóknir sem þegar eru hafnar þá munu gögnin nýtast við þessar sömu rannsóknir og þannig ekki ónýtast.Er eitthvað að gerast varðandi þetta mál? „Það er heilmikið að gerast en það er samt þannig að þetta er ekki alfarið ákvörðun skattrannsóknarstjóra. Þá vísa ég bara í tilkynningu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Eins og kom fram í tilkynningu ráðuneytisins þá setur ráðuneytið það skilyrði að greiðsla fyrir gögnin sé á grundvelli þeirrar upphæðar sem skilar sér í ríkissjóð vegna glataðra skatttekna sem komið var fyrir í skattaskjólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu sættir maðurinn, sem er með gögnin undir höndum, sig ekki við árangurstengda greiðslu. Gerir hann kröfu um greiðslu fyrir gögnin, sem eru að öllum líkindum stolin, óháð því hvort gögnin nýtist íslenskum stjórnvöldum við endurheimt skattfjár. Fjármálaráðuneytið gerir kröfu um að gögnin nýtist, eins og áður, segir og því er málið í ákveðinni pattstöðu í augnablikinu. Að þessu virtu er ljóst að ef íslensk stjórnvöld eða umræddur maður breyta ekki kröfum sínum verða gögnin ekki keypt. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. Maðurinn vill fá staðgreiðslu í reiðufé fyrir gögnin. Skattrannsóknarstjóri hefur komið þessu á framfæri við fjármála- og efnahagsráðuneytið, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Embætti skattrannsóknarstjóra fékk á síðasta ári send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Erlendur maður sem hafði samband við embættið og hefur umrædd gögn undir höndum vill afhenda þau gegn greiðslu. Gögnin benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot í skattaskjólum og fjárhæðirnar gætu numið milljörðum ef ekki tugum milljarða króna. Helstu skattaskjól sem Íslendingar færðu fjármuni í fyrir hrunið eru Lúxemborg, Bresku Jómfrúreyjar og Sviss, svo dæmi séu nefnd. Í desember sl. upplýsti ráðuneytið um þau skilyrði sem það setti fyrir kaupum á gögnunum, sem snúa að skattundanskoti Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Þar kom fram að eðlilegt væri að greiða verð fyrir gögnin ef þau gætu orðið til þess að afla tapaðra skatttekna. Í tilkynningu ráðuneytisins sagði: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Ljóst er að skattrannsóknarstjóri getur ekki án samþykkis fjármálaráðuneytis skuldbundið ríkissjóð til greiðslu fyrir gögnin nema á grundvelli þessara skilyrða. „Það sem ég hef sagt er að stofnunin getur ekki skuldbundið ríkissjóð til greiðslu á einhverjum fjármunum án þess að það komi vilyrði fyrir fjárheimild. Stofnunin getur ekki gert samning við einhvern mann úti í heimi um greiðslu á hundruðum milljóna króna án þess að fyrir liggi samþykki fjármálaráðuneytisins. Það er útilokað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í samtali við fréttastofu.En þetta stangast á við skilning embættismanna fjármálaráðuneytisins? „Nei, það gerir það ekki.“Hvað er verið að fara fram á háa fjárhæð? „Ég vil ekki tjá mig um það. Níutíu prósent af kostnaði embættis skattrannsóknarstjóra er launakostnaður. Svo það er ekkert svigrúm. Þetta er ekki alfarið mál skattrannsóknarstjóra. Það eru ákveðnar línur settar í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.“Þetta mál fjarar þá bara út ef þessi gögn verða ekki keypt? „Nei, það er alls ekki tímabært að kveða upp úr með það.“Nú fyrnast skattalagabrot almennt á sex árum en tíu árum ef um meiriháttar skattalagabrot er að ræða. Hvað með fyrningu þessara skattalagabrota? „Eftir því sem tíminn líður þá eykst auðvitað hættan á því. Það er hins vegar af mörgu að hyggja með það. Eftir því sem tíminn líður þá fara slík atriði að skipta máli,“ segir Bryndís. Almennt rofnar fresturinn við rannsókn skattalagabrota svo ef að í gögnunum eru upplýsingar sem varða rannsóknir sem þegar eru hafnar þá munu gögnin nýtast við þessar sömu rannsóknir og þannig ekki ónýtast.Er eitthvað að gerast varðandi þetta mál? „Það er heilmikið að gerast en það er samt þannig að þetta er ekki alfarið ákvörðun skattrannsóknarstjóra. Þá vísa ég bara í tilkynningu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Eins og kom fram í tilkynningu ráðuneytisins þá setur ráðuneytið það skilyrði að greiðsla fyrir gögnin sé á grundvelli þeirrar upphæðar sem skilar sér í ríkissjóð vegna glataðra skatttekna sem komið var fyrir í skattaskjólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu sættir maðurinn, sem er með gögnin undir höndum, sig ekki við árangurstengda greiðslu. Gerir hann kröfu um greiðslu fyrir gögnin, sem eru að öllum líkindum stolin, óháð því hvort gögnin nýtist íslenskum stjórnvöldum við endurheimt skattfjár. Fjármálaráðuneytið gerir kröfu um að gögnin nýtist, eins og áður, segir og því er málið í ákveðinni pattstöðu í augnablikinu. Að þessu virtu er ljóst að ef íslensk stjórnvöld eða umræddur maður breyta ekki kröfum sínum verða gögnin ekki keypt.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira