Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 15:04 Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. Vísir/Vilhelm/Anton Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan. Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan.
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira