Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 18:40 Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Mynd/Stöð 2 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira