Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2015 14:14 Stúlkan var skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili sitt í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Visir/Getty/Vilhelm „Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum. Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
„Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40