Þrír ráðherrabílar til sölu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 13:09 Ráðherrabílarnir þrír sem auglýstir eru til sölu á vef Ríkiskaupa. Vísir Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll. Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll.
Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08
Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00