Fram vann öruggan sigur á HK og ÍBV lagði FH í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 14 í Olís deild kvenna í handbolta í dag.
Fram átti aldrei í vandræðum gegn HK. Fram var 11-5 yfir í hálfleik og vann að lokum 29-16.
Marthe Sördal skoraði 9 mörk fyrir Fram og Hulda Dagsdóttir 6. Hjá HK voru Emma Havin Sardardóttir og Gerður Arinbjarnar markahæstar með 4 mörk hvor.
ÍBV var mun betri aðilinn gegn FH í Kaplakrika í dag og vann ellefu marka sigur 30-19 eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og þær Elín Anna Baldursdóttir og Ester Óskarsdóttir 5 mörk hvor. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Sara Kristjánsdóttir skoruðu 5 mörk hvor fyrir FH.
