Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 10:45 Dagur Sigurðsson var svekktur með gang mála. Vísir/Getty Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun. HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun.
HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira