„Ég er eiginlega svolítið svekktur. Það er jákvætt að vera svekktur eftir að maður gerir jafntefli við Frakka, en á hinn bóginn þurfum við að taka það jákvæða úr þessu.“
Þetta sagði Sverre Jakobsson, varnarjaxlinn í liði Íslands, við Vísi, eftir 26-26 jafntefli gegn Frakklandi á HM í dag.
„Við erum hérna til að taka skref fram á við þegar líður á keppnina. Við gerðum það á móti Alsír og annað í dag og svona ætlum við að halda áfram.“
Sverre segist ekki hafa haft neinar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn í dag.
„Alls ekki. Við höfum fulla trú á hvorum öðrum hérna og þó menn eigi einn og einn leik þó ekki gangi sem skyldi þá er það ekki þannig að það hafi áhrif á næsta leik,“ sagði Sverre sem er orðinn nett þreyttur á dómgæslunni á mótinu.
„Mér fannst þetta í rauninni vera jafnt á báða bóga en ég á erfitt með að dæma þetta núna. Mér finnst þetta orðið strangt með þessar tvær mínútur. Það fór í taugarnar á mér. Það er greinilega komin einhver allt önnur lína sem hefði mátt láta vita af fyrir mót.“
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik
Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail.