Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2015 20:54 vísir/eva björk/pjetur Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18