Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:00 Róbert Gunnarsson og Luka Karabatić. Vísir/Eva Björk Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti