Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:00 Róbert Gunnarsson og Luka Karabatić. Vísir/Eva Björk Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira