Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 11:30 Ásgeir Örn var góður gegn Frakklandi. vísir/eva björk Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00
Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti